Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2010 | 23:38
Mikið - meira - mest, Margt- fleira-flest.
Það er ekki nóg með að þurfa að umbera vitleysuna um mikið af fólki (í stað margt fólk) sem virðist vera orðin alveg föst í munni blaða-og fréttamanna , heldur hefur nú bæst við meira fólk !!!
Hvað er fólk eiginlega að hugsa ? Auðvitað á þetta að vera fleira fólk. Ja hérna blaðamannastéttinni fer greinilega aftur í málfarsvitund.
Hvað er fólk eiginlega að hugsa ? Auðvitað á þetta að vera fleira fólk. Ja hérna blaðamannastéttinni fer greinilega aftur í málfarsvitund.
Á maður þá ekki von á eftir að öllum réttum er lokið, að fá upplýsingar um hvar mest fólk var?
Nei nú er mér nóg boðið. Maður lærði þá einföldu þumalputtareglu í barnaskóla að segja margt, um það sem hægt er að telja en mikið um það sem er vigtað eða mælt sbr. margir hvalir eða fiskar sem veiddir eru í stykkjatali en mikið af fiski sem mældur er í kílóum eða tonnum.
Meira fólk en fé í réttunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Olga Sveinbjörnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar